
Ligue 1 byrjar aftur á föstudag með viðureign Nice og Marseille kl. 19:45 og kveðjum við landsleikjahléið formlega þegar flautað verður til leiks.
Á laugardag eru 3 leikir á dagskrá, Lens - Strasbourg kl. 16:00, Rennes - Monaco kl. 18:00 og PSG fær Le Havre í heimsókn kl. 20:05.
Á sunnudag eru svo 5 leikir á dagskrá en þá mætast Auxerre og Lyon í fyrsta leik dagsins kl. 14:00. Klukkan 16:15 eru 3 leikir á sama tíma. Brest - Metz, Nantes - Lorient og Toulouse - Angers.
Umferð 13 í Ligue 1 endar svo með leik Lille og Paris FC þar sem Hákon Haraldsson verður í aðalhlutverki. Lille er vonandi að ganga í gegnum "vonda kaflann" á tímabilinu en þeir hafa tapað 2 leikjum í röð í Evrópudeildinni og töpuðu um síðustu helgi gegn Strasbourg á útivelli í þeirri frönsku en sitja samt í 5 sæti deildarinnar, aðeins 7 stigum frá PSG í toppsætinu.

