Go back

Leikir helgarinnar í Serie A

Serie A
Leikir helgarinnar Serie A

Ítalski boltinn rúllar aftur af stað um helgina eftir landsleikjahlé og það eru heldur betur stórleikir á dagskrá.

Mikael Egill og félagar í Genoa fara á Unipol Domus völlinn á Sardiníu og mæta þar Cagliari. Ef Genoa ætlar ekki að sogast í alvöru fallbaráttu þá eru 3 stig nauðsynleg í pokann hjá Genoa mönnum ef nýráðinn þjálfari liðsins, Daniele De Rossi fær einhverju um það ráðið. Leikurinn hefst kl. 14:00.

Daniele De Rossi

Fiorentina hefur byrjað tímabilið erfiðlega og situr þetta fornfræga félag í neðsta sæti Serie A. Þeir fjólubláu fá gömlu konuna í Juventus í heimsókn kl. 17:00 á laugardag og það er á hreinu að bæði lið ætla sér að sækja sigur. Albert verður í aðalhlutverki sem fyrr en hann hefur skorað 4 mörk í síðustu 7 leikjum fyrir Fiorentina og íslenska landsliðið.

Á sunnudag fer Lecce í heimsókn til Rómar og mæta þar Lazio og hefst leikurin kl. 17:00. Þórir Jóhann Helgason hefur ekki komið mikið við sögu í síðustu leikjum Lecce en við vonumst til að sjá hann í action gegn Lazio.

Stórleikur umferðarinnar er svo Derby della Madonnina. Inter Milan tekur á móti AC Milan á hinum sögufræga og glæsilega velli San Siro. Toppsætið er undir en í þessum slag er stoltið að veði.

text and video image
Stream. Earn.
Shine.
We help turning your live events into Pay-Per-View live streams.Whether you're a musician, athlete, gamer or comedian. Livey makes it easier for you to engage with your audience and monetise your content.
Livey Logo
Livey Logo
SportMusicEntertainmentEducationalChannels
© 2025 LiveyTerms & conditionsPrivacy policy
Facebook
Instagram