
Karólina Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir verða í eldlínunni í dag þegar Inter Milan tekur á móti Häcken í 16 liða úrslitum UEFA Women's Europa Cup. Häcken vann fyrri leikinn 1-0 í Svíþjóð en Inter ætlar sér sigur og sæti í 8 liða úrslitum keppninnar.
Sænska úrvalsdeildin (Damallsvenskan) kláraðist um síðustu helgi en þar tryggðu Häcken sér meistaratitilinn og þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Inter hefur byrjað tímabilið brösuglega og sitja í 9 sæti deildarinnar með 6 stig eftir 6 leiki. Þær ítölsku vona að KONAMI völlurinn í Mílanó geri gæfumuninn í dag.
Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni hér hjá Livey og verður flautað á kl. 17:30. Útsending hefst aðeins fyrr og það verður enginn annar en Hörður Ágústsson sem lýsir leiknum.
Smelltu hér til að horfa á leikinn

